Landsbankamenn svari

Forsvarsmenn Landsbankans verða að svara fyrir þær ákvarðanir sínar að hafa haldið áfram að stofna reikninga í útibúum erlendis þrátt fyrir athugasemdir Fjármálaeftirlitsins um að ekki væri búið um hnútana með fullnægjandi hætti. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag og margir þingmenn áréttuðu að fara þyrfti ofan í hvað fór úrskeiðis og leiddi til hrunsins í efnahagslífinu.


Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra, hóf umræðuna og spurði hvers vegna ekki hefði verið tekið fyrr í taumana. Lagði hann áherslu á lagabreytingar þannig að ekkert sambærilegt geti hent íslenskt samfélag aftur.


Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, tók undir með að fara þyrfti yfir allt regluverkið og draga lærdóm af reynslunni en lagði áherslu á að allar lagabreytingar yrðu að standast EES-samninginn til að frelsinu sem hann veitir Íslendingum sé ekki ógnað.


Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði nauðsynlegt að horfast í augu við það að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Skipti þá engu hvort um væri að ræða framferði fjármálafyrirtækja eða lögin sjálf. Þá þyrfti að skoða hvort hægt sé að setja strangari reglur um fjármálastarfsemi á grundvelli EES-samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka