Rússar fjalla um íslenskt efnahagslíf

Rússar fylgjast með þeim efnahagsþrengingum sem Íslendingar eru að ganga …
Rússar fylgjast með þeim efnahagsþrengingum sem Íslendingar eru að ganga í gegnum. mbl.is/Þorkell

Fjármálakreppan á Íslandi hefur vakið athygli víða um heim, m.a. í Rússlandi þar sem íslensk sendinefnd er nú stödd til að ræða við þarlend yfirvöld um 4 milljarða evra lán. Rússneska fréttastöðin Russia Today, sem sendir út fréttir á ensku, ræddi stöðu efnahagsmála við Íslendinga og fjallar um áhrif kreppunnar á minni og meðalstór fyrirtæki.

Fréttamenn stöðvarinnar heimsóttu fyrirtækið Lax-Á og ræddu m.a. við Árna Baldursson, forstjóra fyrirtækisins.

Myndskeið með fréttinni má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert