Sættir hafa náðst í deilu Starfsmannafélags Reykjavíkur og Strætó bs. Þetta kemur fram á vef starfsmannafélagsins. Deilurnar voru um áminningu starfsmanna og uppsögn trúnaðarmanns sem stéttarfélögin töldu ekki standast lög.
Fram kemur, að undanfarið hafi verið unnið er að því að koma samskiptum félagsins og stjórnenda Strætó í eðlilegt horf en miklar deilur höfðu verið á milli aðila sem vísað hafði verið til dómstóla. Þegar taka átti málið fyrir var ákveðið að slíðra sverðin, setjast að samningaborði og leiða málin þannig til lykta.
Vefur Starfsmannafélags Reykjavíkur