Ný þjóðhagsspá verður birt á allra næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði við Útvarpið eftir ríkisstjórnarfund, að með hana í höndunum geti Seðlabankinn endurskoðað stýrivexti.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagið við fréttamenn að það skipti öllu máli fyrir atvinnulífið, að Seðlabankinn lækki vexti hratt og sem allra fyrst.
Þá skoraði Geir á útflytjendur að flytja erlendar tekjur
sínar til landsins. Hann sagði að
brýnasta verkefnið í hagstjórninni væri að koma reglu á
gjaldeyrismarkaðinn og eðlilegri gengisskráningu.