Verða að svara til saka

Stjórnendur Landsbankans verða að svara fyrir hina, siðferðilegu, refsiréttarlegu og rekstrarlegu ábyrgð fá því að hafa haldið áfram að stofna til skuldbindinga eftir að fyrir lágu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins um að ekki væri búið um hnútana með fullnægjandi hætti. Þetta sagði Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar við upphaf þingfundar í dag.

Fjármálaeftirlitið hefði getað bannað innlánsstarfsemi Icesave í Bretlandi eða sett henna skilyrði þrátt fyrir EES samningana. Varaformaður Samfylkingarinnar segir þó að íslenskir skattgreiðendur sætu þó ekki uppi með þessa ábyrgð hefðu stjórnendur Landsbankans breytt Icesave í dótturfyrirtæki eins og þeir hefðu átt að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka