Verðhækkun dregin til baka

Freyja ehf. hefur sent bréf til verslana þar sem fram kemur að  í kjölfar atburða síðustu daga hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ákveðið að draga til baka verðhækkun á sælgæti frá 1. október sl. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Tilkynnt var í september um verðhækkun á vörum frá fyrirtækinu sem seldar eru í smásölu. Um 10% hækkun var að ræða á sælgæti. Verðhækkunin tók gildi 1. október sl.

Fram kemur á vef Neytendasamtakanna að samtökin fagni þessu og hvetji aðra til að fara að fordæmi Freyju. Jafnframt er minnt á að samtökin hafa ítrekað beint því til birgja og innlenda framleiðenda að þeir reyni að fremsta megni að hagræða til að halda aftur að hækkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert