Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/ÞÖK

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar létu bóka á fundi bæjarstjórnar í dag að þeir legðu áherslu á að teknar verði upp formlegar viðræður við álverið í Straumsvík um stækkun álversins á grundvelli tillögu að breyttu deiliskipulagi  sem tilbúin var til auglýsingar í ársbyrjun 2007.

„Við þær erfiðu aðstæður sem nú blasa við í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að leita allra leiða til uppbyggingar og atvinnusköpunar. Fyrir liggur að eigendur álversins í Straumsvík hafa áhuga á stækkun álversins," segir m.a. í bókun flokksins.

Vísað er til þess, að í íbúakosningu, sem fór fram í mars í fyrra,  hafi mjög naumur meirhluti þeirra sem kusu verið andvígir því og halda beri til haga,  að næstum jafnstór hópur hafnfirskra kjósenda hafi verið hlynntur frekari uppbyggingu álversins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert