Eftir Þorbjörn Þórðarson
Stór bandarískur fjárfestingasjóður hefur lýst áhuga á að kaupa skuldir Baugs við Kaupþing. Fulltrúar fjárfestingasjóðsins eru væntanlegir til landsins í dag, þriðjudag, til fundar við skilanefnd bankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green hefur fundað með skilanefndum Kaupþings og Landsbankans. Hann mun hafa boðist til að kaupa skuldir Baugs með 95% afslætti, samkvæmt heimildum. Allt aðrar verðhugmyndir munu hafa verið nefndar af hálfu bandaríska fjárfestingasjóðsins.