Afboðunin ákveðinn léttir

Hannes Smárason,þáverandi forstjóri FL Group, og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómnsveitarinna, …
Hannes Smárason,þáverandi forstjóri FL Group, og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómnsveitarinna, skrifa undir samning. mbl.is/Brynjar Gauti

 „Þetta er ákveðinn skellur en engu að síður er þetta líka léttir því óvissan er mikil á öllum sviðum. Við vitum ekki hvort við erum komin í gegnum þetta eða hvort það kemur einhver skellur enn og lokar fyrir þann litla gjaldeyri sem til er,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, um afboðun ferðar hennar til Japans.

Tveir stærstu styrktaraðilar hljómsveitarinnar, þ.e. fyrir utan ríkissjóð, eru Stoðir og Landsbankinn. Stoðir eru í greiðslustöðvun og Landsbankinn ekki lengur til í þeirri mynd sem hann var. Samtals höfðu þessi fyrirtæki heitið 25 milljónum í styrki og af þeirri fjárhæð hefur um helmingur skilað sér.

Þröstur segir hinn mikla undirbúning sem sveitin hafi lagt í fyrir Japansförina þó alls ekki unninn fyrir gýg og Íslendingum verði boðið að njóta afrakstursins.

„Á erfiðum tímum er fátt betra fyrir andann en góð tónlist. Sinfóníur Sibeliusar þykja einhver merkilegustu tónverk sem samin hafa verið á Norðurlöndum. Það er því Sinfóníuhljómsveitinni mikil ánægja að opna dyr sínar og bjóða þjóðinni á tónleika endurgjaldslaust,“ segir á vef sveitarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert