Allt verður rannsakað

Rann­sakað verður hvort eitt­hvert ref­is­vert at­hæfi hafi átt sér stað í tengsl­um við hrun bank­anna, að því er fram kom í máli Björns Bjarna­son­ar, dóms­málaráðherra á Alþingi í dag. Rík­is­sak­sókn­ari fer fyr­ir rann­sókn­inni og fær liðsinni frá skatt­rann­sókna­stjóra, fjár­mála­eft­ir­liti og rík­is­end­ur­skoðanda.

Björn lagði áherslu á að ekki væri rétt að hrapa að neinu og gefa sér í anda norna­veiða að lög hafi verið brot­in. 

Björn  boðaði að stofnað verði rann­sókn­arembætti sem taki við rann­sókn á kær­um um meinta refsi­verða hátt­semi, sem stafað hafi af starf­semi ís­lensku bank­anna á und­an­förn­um árum.

Þá mun rík­is­sak­sókn­ari láta vinna skýrslu, um stöðu og starf­semi ís­lenskra pen­inga- og fjár­mála­stofn­ana á þess­um tíma­mót­um í rekstri þeirra og eign­ar­haldi auk aðdrag­anda hinna miklu um­skipta, sem orðið hafa í rekstri þeirra. 

Með gerð skýrsl­unn­ar yrði aflað staðreynda um starf­semi bank­anna Glitn­is, Lands­banka Íslands  og Kaupþings, úti­búa þeirra, og fyr­ir­tækja í þeirra eigu, til­færslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starf­sem­inn­ar. Mark­miðið yrði að kanna, hvort sú hátt­semi hefði átt sér stað, sem gæfi til­efni til lög­reglu­rann­sókn­ar á grund­velli laga um meðferð op­in­berra mála.

Þess er vænst, að gerð skýrsl­unn­ar verði hraðað og að því stefnt, að hún liggi fyr­ir eigi síðar en í árs­lok 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert