Aumingja Range Rover

Range Rover Buckingham sem kostaði fimmtán milljónir fyrir bankahrunið hefur núna engan verðmiða. Gengið er svo óstöðugt að bílasalan treystir sér ekki til að setja á hann verðmiða.

Range Rover hefur verið stöðutákn fyrir góðæri síðustu ára en Karl Óskarsson sölustjóri B&L fullyrðir að enn sé hringt og spurt eftir Range Rover.  Gert er grín að bílnum á netinu, til að mynda með mynd sem gengur eins og eldur í sinu um netheima.  

Bílasala hefur hrunið og starfsmenn B&L æðrast ekki heldur tóku þeir sig til og máluðu og gerðu fínt enda trúa þeir því að tími Range Rover muni koma að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert