Miðstjórn Bandalags háskólamanna (BHM) telur lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum vera fyrsta skrefið í átt að bættum hag almennings í landinu.
Í tilkynningu til fjölmiðla segir:
„Á fundi miðstjórnar BHM miðvikudaginn 15. október 2008 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Miðstjórn BHM fagnar ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti sem fyrsta skrefi í aðgerðum til að bæta hag almennings í landinu."