Ekki niðurstaða í Moskvu

Íslenskir embættismenn í Moskvu í gær.
Íslenskir embættismenn í Moskvu í gær. Reuters

Rúss­nesk­ir og ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn segja í yf­ir­lýs­ingu, sem gef­in var út í Moskvu í dag, að Rúss­ar hafi samþykkt að halda áfram viðræðum um að veita Íslend­ing­um lán. Hins veg­ar kem­ur ekki fram hvenær viðræðunum verður haldið áfram. Viðræðurn­ar hóf­ust í gær.

Á fund­in­um í Moskvu var skipst á upp­lýs­ing­um, farið yfir nú­ver­andi stöðu á fjár­mála­mörkuðum og staða Íslands rædd sér­stak­lega.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir, Dimitrí Pank­in, aðstoðarfjármálaráðherra Rússa: „Fund­irn­ir voru mjög vin­sam­leg­ir og við höf­um fræðst mikið um stöðu Íslands, banka­kerfi lands­ins og ís­lenska hag­kerfið. Við mun­um fara ofan í saum­ana á mál­un­um áður en við tök­um loka­ákvörðun.“

Sturla Páls­son,  fram­kvæmda­stjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabank­ans, sem fór fyr­ir ís­lensku nefnd­inni, sagði eft­ir fund­inn: „Við erum ánægð með fram­gang mála og þakk­lát fyr­ir hversu fljótt hinir rúss­nesku viðsemj­end­ur féllust á að hitta okk­ur og ræða um hið mögu­lega lán. Við kynnt­um fyr­ir þeim Ísland sem fjár­fest­ing­ar­kost þar sem við telj­um sem fyrr að und­ir­stöður ís­lenska efna­hags­kerf­is­ins séu traust­ar og að við mun­um standa af okk­ur þann storm sem nú geis­ar á fjár­mála­mörkuðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert