Róttækustu viðbrögð sem um getur

Geir H. Haarde forsætisráðherra
Geir H. Haarde forsætisráðherra mbl.is/Golli

Viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda við bankakrepp­unni hafa verið þau rót­tæk­ustu sem um get­ur og neyðarlög­in voru nauðsyn­leg til að bjarga því sem bjargað varð.  Þetta sagði Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efna­hags­mál í dag.

Geir sagði nauðsyn­legt að ráðast í upp­gjör við fortíðina og að  fram myndi fara ít­ar­leg rann­sókn. „Ef minnsti grun­ur leik­ur á að fram­in hafi verið lög­brot er al­veg skýrt að viðkom­andi aðilar verða dregn­ir til ábyrgðar.“

Geir sagði ör­laga­ríka daga að baki en á slík­um dög­um sýndi þjóðin úr hverju hún er gerð. Æðru­leysið veki hvarvetna aðdáun. Nú væru Íslend­ing­ar að kom­ast hægt og bít­andi út úr versta storm­in­um.

Geir sagði rík­is­stjórn­ina hafa lagt áherslu á að skoða for­dóma­laust allt sem gæti orðið okk­ur að liði og nefndi gjald­eyr­is­skipta­samn­inga við Norður­lönd­in og mögu­legt lán frá Rúss­um og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Þá sagði Geir, að ís­lensk stjórn­völd hefðu fengið breska lög­manns­stofu til að kanna rétt­ar­stöðu Íslend­inga vegna aðgerða breskra stjórn­valda oga þess tjóns, sem þau hefðu valdið á ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um.

Útlit er fyr­ir mik­inn sam­drátt í inn­lendri eft­ir­spurn að sögn Geirs og þess vegna nauðsyn­legt að beita hag­stjórn­ar­tækj­um rík­is­ins. Vísaði hann til þess að Seðlabank­inn hafi þegar lækkað stýri­vexti sem  komi til með að lækka fjár­magns­kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja. Koma þurfi hjól­um efna­hags­lífs­ins aft­ur af stað.

Geir sagði krepp­una hafa átt upp­haf sitt í Banda­ríkj­un­um og að þó að ís­lensku bank­arn­ir hafi staðið utan við und­ir­máls­lán þar hafi al­k­ul á markaðnum leitt til þess að staða þeirra versnaði. Vöxt­ur bank­anna hafi verið drif­inn áfram að ódýru láns­fé og fyr­ir­séð að árið 2008 yrði erfitt þegar kæmi að end­ur­fjármögn­un. Hins veg­ar hafi litið út fyr­ir að það myndi tak­ast. En þegar láns­fé þurrkaðist upp hafi farið eins og fór.

Verk­efn­in framund­an eru að sögn Geirs að bjarga sem mestu af verðmæt­um úr starf­semi bank­anna. Ekki ætti að láta „bolla­legg­ing­ar um upp­tök elds­voðans hindra slökkvi­starfið“.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert