Námsmenn enn í erfiðleikum með millifærslur

mbl.is

Íslenskir námsmenn erlendis eiga enn í erfiðleikum með að millifæra fé af hérlendum bankareikningum yfir á reikninga í námslandinu. Best gengur með millifærslur af reikningum Nýja Landsbankans en þó fer eftir löndum hvort afgreiðslan gengur eftir, að sögn formanns SÍNE.

Síðastliðinn föstudag funduðu fulltrúar Sambands íslenskra námsmanna erlendis með fulltrúum frá LÍN, menntamálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Þar kom fram að fyrir milligöngu Seðlabanka Íslands hefði verið opnað fyrir millifærslur af reikningum viðskiptavina Nýja Landsbankans til banka erlendis og var stefnt að sömu þjónustu fyrir Kaupþing og Glitni eftir að nýjar stofnanir hefðu tekið formlega við starfsemi þeirra.

Að sögn Garðars Stefánssonar, formanns SÍNE, berast félaginu enn kvartanir frá námsmönnum erlendis um að þeir fái ekki að millifæra fé milli landa. Þótt millifærslur séu farnar að ganga í tilfelli Nýja Landsbankans sé það ekki algilt. „Það gengur hjá sumum, t.d. í Danmörku. Hins vegar höfum við heyrt að í Englandi sé eitthvert skrifræði í kringum þetta – menn þurfi að fylla út beiðni sem svo er send heim. Þetta er ennþá svolítið óljóst.“

Hann segir að millifærslur gangi hins vegar ekki þar sem Glitnir og Kaupþing eiga í hlut en beðið sé eftir að nýjar stofnanir þeirra líti dagsins ljós . „Við erum búin að fá mörg skilaboð um að þetta gangi ekki upp og tíminn er naumur því þetta ástand er búið að vara í fimm, sex daga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert