Niðurstaða íbúakosninga verði virt

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Samtökin Sól í Straumi vilja ítreka í ljósi umræðna um mögulega stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík mikilvægi þess að bæjarstjórn virði niðurstöðu lýðræðislegra íbúakosninga sem fram fóru 31. mars í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að íbúakosningarnar hafi farið fram eftir ítarlegar umræður og kynningu á stækkunarmálinu. „Kosningaþáttakan var mikil, niðurstaðan skýr og hana ber að virða. Í aðdraganda þeirra kosninga lýsti bæjarstjóri því ítrekað yfir, bæði á fundum og í fjölmiðlum,
að stækkunarmálið yrði ekki tekið upp aftur á þessu kjörtímabili. Við þurfum nú meira  en oft áður á stjórnmálamönnum að halda sem standa við orð sín,“ segir í tilkynningunni.

„Komi til þess að leggja eigi málið aftur fyrir bæjarbúa er eðlilegt að gera það
samfara næstu bæjar- og sveitastjórnarkosningum vorið 2010 enda mun núverandi ríkistjórn leggja fram rammaáætlun um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda haustið 2009. Þá fyrst skýrist hvaða orka mun standa Rio Tinto til boða og þá hvort að íslendingar vilja auka hlutdeild áliðnaðar í orkuframleiðslu landsins.
 
Ríkistjórn Íslands vinnur nú að rammaáætlun sem ætlað er að skapa þjóðarsátt um ráðstöfun landsins okkar og vera leiðarljós til framtíðar. Varla þarf að minna stjórnvöld á þá hættu sem skapast getur í samfélaginu skorti viðeigandi leikreglur. Hrun bankakerfisins með enn svo ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fólkið í landinu og komandi kynslóðir er merki þess.
Hætta er að sambærilegar aðstæður geti skapast í umhverfismálum þar sem stjórnvöld hafa í dag ekki næg stjórntæki til áhrifa í umverfismálum,“ segja samtökin ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka