Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur í dag hafa rætt við ýmsa evrópska ráðamenn um stöðu mála. Ákveðið hefur verið að halda sérstakan fund norrænna forsætisráðherra um fjármálakreppuna í Helsinki í lok október.
Geir sagðist í dag hafa rætt við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, og norræna forsætisráðherra.
Geir sagði, að komið hefði verið á framfæri athugasemdum Íslendinga í NATO-ráðinu um að Bretar hefðu beitt hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Sagðist Geir hafa rætt þetta við de Hoop Scheffer.