Björgvin G.:Skynsamleg ákvörðun

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. mbl.is/Frikki

„Ég fagna þess­ari ákvörðun seðlabank­ans mjög. Mér finnst hún mjög skyn­sam­leg í ljósi aðstæðna,“ seg­ir Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra, en Seðlabanki Íslands til­kynnti nú í morg­un að hann hefði ákveðið að lækka stýri­vext­ina í 12%.

„Það sem að skipt­ir mestu máli fyr­ir okk­ur núna er að lág­marka skaðann sem at­vinnu­lífið verður fyr­ir af falli bank­anna. Auðvitað eru áhrif­in af því mik­il, flók­in og kannski ill­fyr­ir­sjá­an­leg. Þess vegna skipt­ir miklu máli að grípa til svona aðgerða sem bæta stöðuna mynd­ar­lega. Þetta skipt­ir fyr­ir­tæk­in í land­inu gríðarlegu miklu máli. Og sem fyrsta skref í þessu vaxta­lækk­un­ar­ferli þá fagna ég þess­ari ákvörðun,“ seg­ir Björg­vin.

Hann von­ar að vext­ir muni ganga hratt niður á næstu mánuðum. „En auðvitað verðum við að hafa í huga að við erum um leið að glíma við verðbólgu­skot sem kem­ur út af geng­is­falli,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það sé ljóst að það sé sam­drátt­ur á öðrum sviðum í þjóðfé­lag­inu.

Björg­vin seg­ist hins veg­ar hafa trú á því að þessi aðgerð seðlabank­ans muni hafa já­kvæð áhrif.

Hið besta mál að leita til Rússa eft­ir lán­veit­ingu

Í gær voru gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­ar virkjaðir sem voru gerðir seðlabanka Dan­merk­ur og Nor­egs, og nem­ur hvor ádrátt­ur 200 millj­ón­um evra. Alls er því um 400 millj­ón­ir evra að ræða, sem nem­ur um 60 millj­örðum kr. Björg­vin seg­ir að þetta hafi verið mjög eðli­leg aðgerð hjá seðlabank­an­um miðað við nú­ver­andi stöðu. 

„Það er verið að efla gjald­eyr­is­forðann í land­inu og tryggja að viðskipti til og frá land­inu gangi eðli­lega fyr­ir sig, bæði hvað varðar inn­flutn­ing á vör­um og öðru slíku. Þannig að seðlabank­inn er að bæta í sín­ar kist­ur, og það er mjög já­kvætt. Í dag og á morg­un ráðast úr­slit­in með Rússalánið þannig að það eru mörg ágæt og já­kvæð teikn á lofti í þess­ari erfiðu stöðu,“ seg­ir Björg­vin.

Aðspurður seg­ist Björg­vin ekki hafa áhyggj­ur af því að leita til Rússa eft­ir lán­veit­ingu. „Mér finnst þetta bara hið besta mál. Það eru eng­in und­ir­mál eða skil­yrði sem þarna eru sett. Þetta er bara þjóð sem býr yfir mikl­um gjald­eyr­is­forða að bjóðast til að aðstoða okk­ur. Það er eng­in mun­ur á því að taka lán hjá þeim eða þjóðum sem við höf­um kannski átt meiri sam­skipti við en rétt okk­ur ekki hjálp­ar­hönd. Þá er þetta bara hið besta mál,“ seg­ir viðskiptaráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert