Tryggvi: Ekkert persónulegt

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Valdís

Tryggvi Þór Herbertsson, sem hefur látið af störfum sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, segir að starfslokin hafi verið samkomulag milli hans og Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann segir að ekki hafi kastast í kekki í samskiptum þeirra.

„Þetta er ekkert persónulegt á milli okkar Geirs. Við komumst að samkomulagi um þetta. Geir er réttur maður á réttum stað og ég treysti honum fyllilega.“

Tryggvi segist ekki hafa verið látinn fara, hann og forsætisráðherra hafi tekið ákvörðun um starfslok saman.

Tryggvi segist ekki vita hvað taki við hjá sér, en hann er í fríi frá störfum sem forstjóri Askar Capital þangað til í lok janúar á næsta ári. „Það eru ekki nein önnur plön en að ég hefji störf hjá Askar að nýju. Það er alveg ljóst að ég mun ekki hefja störf hjá öðrum fjármálastofnunum,“ segir Tryggvi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka