Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Tryggvi Þór Herbertsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi láti af störfum sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra.

Tilkynnt var í júlí, að Tryggvi Þór hefði fengið sex mánaða leyfi sem forstjóri fjármálafyrirtækisins Askar Capital til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar.

Hann hóf störf 1. ágúst í forsætisráðuneytinu og hefur því starfað þar í tvo og hálfan mánuð. Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðherraembættisins hvers vegna Tryggvi Þór lætur nú af störfum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert