Björgunarsveitir í útrás

Slysavarnafélagið Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar stendur þessa dagana fyrir námskeiði fyrir grænlenska slökkviliðs- og björgunarmenn sem sinna leitar- og björgunarstarfi þar í landi. Um er að ræða 14 daga námskeið í helstu þáttum leitar og björgunar, hliðstætt þeirri þjálfun sem almennt björgunarsveitafólk á Íslandi gengur í gegnum.
 
Meðal námsþátta má nefna fjalla- og ferðamennsku, rötun, fyrstuhjálp, fjallabjörgun, leit í snjóflóðum, leit á víðavangi og stjórnun leitaraðgerða. Námskeiðið er haldið í þjálfunarbúðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Gufuskálum á Snæfellsnesi og koma leiðbeinendur námskeiðsins úr röðum reyndra leiðbeinenda Björgunarskólans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert