Boðin launalækkun

00:00
00:00

Í dag og á morg­un ræða stjórn­end­ur nýju rík­is­bank­anna við starfs­menn um nýja samn­inga sem fela í sér launa­lækk­un. Friðbert Trausta­son formaður Sam­taka starfs­fólks Fjár­mála­fyr­ir­tækja seg­ist ekki hafa séð neina samn­inga ennþá en verið sé að bjóða öll­um nýj­an ráðning­ar­samn­ing.

At­hygli hef­ur vakið að upp­lýs­ing­ar um laun nýju banka­stjór­anna liggja ekki á lausu. Friðbert seg­ist telja að banka­stjór­ar verði að gefa upp laun­in eða hið op­in­bera fyr­ir þeirra hönd. Hann seg­ist halda að ekki sé verið að bjóða al­menn­um starfs­mönn­um launa­lækk­an­ir held­ur sér­fræðing­um og mill­i­stjórn­end­um. Hann kjósi að trúa orðum ráðamanna um að breyt­ing­arn­ar hafi ekki áhrif á kjör al­mennra starfs­manna, að minnsta kosti þar til annað kem­ur í ljós.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert