Ekki framhjá lögum

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa. mbl.is

Ekki kemur til greina að fara framhjá lögum í landinu til að flýta frekar framkvæmdum við álver á Bakka, sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, á Alþingi í dag. Mörður Árnason, Samfylkingu, spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við áskorun frá sveitarstjórum Norðurlands í Morgunblaðinu í dag.

Áskorunin er undirrituð af sveitarstjórum á svæðinu og fleiri aðilum og þar segir að í ljósi alvarlegara atburða í íslensku efnahagslífi þurfi að snúa vörn í sókn og nýta auðlindir landsins. Skorað er á ríkisstjórnina að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hægt sé að taka ákvörðun um byggingu álvers á Bakka, þjóðinni til heilla.

Mörður sagði hug forystumanna á svæðinu hafa legið fyrir en þótti koma á óvart að því væri haldið fram að álversbygging á Bakka myndi leysa úr þeim atvinnuvanda sem skapast hefur vegna bankakreppunnar, einkum á suðvesturhorninu og í hópi fjármálastarfsmanna, verktaka o.s.frv. 

Mörður sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera að byggja álver á Bakka og því virtist áskorunin til þess gert að gengið yrði framhjá umhverfismati og rammaáætlun.

Össur Skarphéðinsson tók undir að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að byggja álver á Bakka og sagðist hafa gert það sem í hans valdi stæði til að flýta fyrir því. Hinsvegar stæði ekki til að breyta neinum lögum eða reglum en að vel mætti greiða úr þeim misskilningi sem hafi komið upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert