ESB-leiðtogar styðja Ísland

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar …
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB á blaðamannafundi í Brussel í gær. Reuters

Leiðtogar Evrópusambandsríkja lýsa yfir stuðningi við Ísland og segja, að alþjóðasamfélagið verði að sýna landinu stuðning í baráttunni við afleiðingar fjárhagslegs hruns. Þetta kemur fram fram í uppkasti að yfirlýsingu, sem væntanlega verður samþykkt í dag.

Leiðtogar ESB-ríkja sitja nú á tveggja daga fundi og er gert ráð fyrir að yfirlýsingin verði samþykkt í lok fundarins í dag.

„Ráðherraráðið lýsir yfir samstöðu við aðgerðir Íslands... sem þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins," segir í uppkastinu, sem Reutersfréttastofan hefur undir höndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka