Fólk staldri við stóra ákvörðun um álverið

mbl.is/Ómar

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi Straumsvík, segir nauðsynlegt að staldrað verði við, áður en stórar ákvarðanir eru teknar, til dæmis um stækkun álversins þar. Mikið hafi dunið á þjóðinni að undanförnu og rétt sé að gefa fólk tækifæri til þess að anda djúpt og átta sig á stöðunni áður en lengra er haldið.

„Við vorum með samþykkt umhverfismat og starfsleyfi. Ef Hafnfirðingar skipta um skoðun og óska eftir því að við förum aftur yfir málið þá gerum við það,“ segir Rannveig og bætir við. „Auðvitað viljum við líka veg verksmiðjunnar sem mestan og bestan.“ Hún kveðst hins vegar ekki vilja fá stækkunina í gegn bara vegna þess að illa stendur á í samfélaginu. Hins vegar sé mikið skorað á hana að halda áfram með málið, m.a. fékk hún undirritaða áskorun þess efnis frá 17 atvinnurekendum í Hafnarfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert