Frystar afurðir til Litháens

Markaðir í Austur-Evrópu hafa styrkst mikið á undanförnum árum og verða æ mikilvægari fyrir starfsemi HB Granda, að því er haft er eftir Jóni Helgasyni, sölustjóra uppsjávarfisks hjá HB Granda, og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Um síðustu helgi fór flutningaskipið Silver Ocean frá Vopnafirði með um 1.900 tonn af frystum afurðum frá HB Granda. Áætlað er að afferma skipið í Klaipeda í Litháen á fimmtudag. Skipið kom fyrst til Reykjavíkur þar sem lestuð voru um 250 tonn af sjófrystum afurðum. Á Vopnafirði voru tekin um 1.650 tonn af afurðum, um 1.000 tonn af frystum loðnuhrognum og svo síldarafurðir eða fryst samflök.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert