Ingibjörg Sólrún ávarpar fund Samfylkingarinnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Friðrik Tryggvason

Samfylkingin efnir til fundar með flokksmönnum á sunnudag kl. 15 þar sem rætt verður um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar mun setja fundinn með stuttu ávarpi.

Í kjölfarið munu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fara yfir stöðuna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atburði síðustu vikna.  Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar stýrir fundi, að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert