Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar

Frá leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag.
Frá leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag. AP

Vísað var til Íslands í loka­yf­ir­lýs­ingu leiðtoga­fund­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel í dag. Er það lýst yfir sam­stöðu með Íslandi en jafn­framt sagt, að ís­lensk stjórn­völd verði að upp­fylla alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar.  

Þar seg­ir, að ráðherr­aráðið lýsi sam­stöðu með þeim aðgerðum, sem Ísland hafi gripið til en landið teng­ist ESB þar sem það eigi aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Landið þurfi stuðning alþjóðasam­fé­lags­ins en verði jafn­framt að standa við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar. Síðustu setn­ing­unni var bætt inn í upp­kast að yf­ir­lýs­ing­unni.      

Í yf­ir­lýs­ing­unni er einnig hvatt til þess, að komið verði á sam­ræmdu eft­ir­lit­s­kerfi með fjár­mál­um Evr­ópu­sam­bands­landa og stofnaður aðgerðahóp­ur til að fást við fjár­málakrepp­una, sem nú rík­ir.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sagði við blaðamenn að seðlabanka­stjór­ar land­anna muni hitt­ast að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að skipt­ast á upp­lýs­ing­um um fjár­mála­kerfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka