Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar

Frá leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag.
Frá leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag. AP

Vísað var til Íslands í lokayfirlýsingu leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í dag. Er það lýst yfir samstöðu með Íslandi en jafnframt sagt, að íslensk stjórnvöld verði að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar.  

Þar segir, að ráðherraráðið lýsi samstöðu með þeim aðgerðum, sem Ísland hafi gripið til en landið tengist ESB þar sem það eigi aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landið þurfi stuðning alþjóðasamfélagsins en verði jafnframt að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Síðustu setningunni var bætt inn í uppkast að yfirlýsingunni.      

Í yfirlýsingunni er einnig hvatt til þess, að komið verði á samræmdu eftirlitskerfi með fjármálum Evrópusambandslanda og stofnaður aðgerðahópur til að fást við fjármálakreppuna, sem nú ríkir.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við blaðamenn að seðlabankastjórar landanna muni hittast að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að skiptast á upplýsingum um fjármálakerfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka