Kirkjan krefur ríkið um milljónir

Kirkjumálasjóður, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, krefst þess að úrskurðir óbyggðanefndar er varða kirkjujarðirnar Valþjófsstað og Hof verði dæmdir ógildir. Fyrirtaka í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Að sögn Ólafs Björnssonar, lögmanns kirkjunnar, er það mat kirkjunnar að úrskurður óbyggðanefndar feli í sér að þjóðlendurnar gangi inn á fyrrnefndar jarðir.

Er á því byggt að þinglýst landamerki sýni að þjóðlendukröfur séu of víðtækar. Umtalsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi í tilfelli Valþjófsstaðar þar sem jörðin liggur inn á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

„Þetta mál mun að nokkru leyti snúast um að túlka gömul eignaskjöl sem ég tel að sýni að taka beri tillit til okkar krafna,“ segir Ólafur.

Kirkjan telur sig eiga rétt á meira en 100 milljónum vegna afnota Landsvirkjunar af vatnsréttindum í landi Valþjófsstaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka