Jafnréttisstofa hefur gert breytingar á heimasíðu sinni og stendur til að þar verði birtar vikulegar greinar tengdar jafnréttismálum. Greinarnar verða bæði skrifaðar af starfsmönnum stofunnar og gestapennum. Í grein vikunnar er spurt hvort það þyki fyndið að nauðga karlmönnum.
Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu segir að Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu hafi skrifað fyrstu greinina um jafnrétti í skólum.
Grein vikunnar er hins vegar eftir Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóra héraðsfréttablaðsins Skarps á Húsavík, og nefnist hún: Er fyndið að nauðga karlmönnum?
Sjá nánar á heimasíðu Jafnréttisstofu.