Óraunsæ mynd af lífinu á Íslandi

Bankakreppan og efnahagsástandið á Íslandi hefur verið mikið umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla. A.m.k. 80 blaða- og sjónvarpsfréttamenn víðs vegar að hafa nýtt sér aðstöðu blaðamannamiðstöðvar í Miðbæjarskólanum en sagt hefur verið að fátt hafi vakið meiri athygli á Íslandi.

Flestir Íslendingar gera sér fulla grein fyrir því að um afar alvarlegt ástand er að ræða en margir þeir, sem fylgst hafa með umfjöllun erlendu miðlanna af stöðu mála, telja þá draga upp dekkri mynd af þjóðfélaginu en við, sem lifum í því, könnumst við. T.a.m. hafa miðlarnir sýnt frá tómum hillum matvöruverslana og sagt alvarlegir í bragði frá því að eina glaðværa fólkið á skemmtistöðum borgarinnar væri það sem einungis væri að heimsækja landið.

„Við hvetjum til þess að farið verði í stórfellt starf í almannatengslavinnu því það er augljóst að orðspor Íslands er stórskaðað,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir erfitt að segja til um til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að breyta ímynd okkar „en við þurfum á öllu því að halda sem við mögulega höfum. Það hlýtur að þurfa öll þau vopn sem Ísland hefur yfir að ráða til þess að byggja upp ímynd og orðspor Íslands eftir þessar hamfarir“.

Erna segir meginmálið nú vera að koma réttum upplýsingum á framfæri um Ísland. Óhætt sé fyrir ferðamenn að koma hingað til lands, þeir geti borgað fyrir þjónustu með kreditkortum og að hér séu góðar og sterkar undirstöður og góðir atvinnuvegir, þótt bankakerfið hafi hrunið. Nú og á næstunni sé Ísland mjög samkeppnishæft í verði. Nauðsynlegt sé að ferðamenn viti að Ísland

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert