Rekin úr búð í Danmörku

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Sigrún Thorlacius var í Kaup­manna­höfn um síðustu helgi og seg­ir hún Dani al­mennt séð hafa haft samúð með Íslend­ing­um og ástand­inu hér á landi. „Nema þessi eini kaupmaður sem ég hitti,“ seg­ir Sigrún en hún og vin­kona henn­ar höfðu viðkomu í lít­illi tösku­búð á Strik­inu. Kaupmaður­inn sýndi þeim tösk­ur og var, að sögn Sigrún­ar, frek­ar ákveðinn í að selja þeim eitt­hvað en það breytt­ist þegar þær fóru að tala ís­lensku sín á milli.

„Þá spurði hann hvort við kæm­um frá Íslandi. Þegar við játuðum því tók hann af okk­ur tösk­urn­ar, sagði að þetta væri ekk­ert spenn­andi og ekk­ert fyr­ir okk­ur og bannaði okk­ur að kíkja ofan í þær. Svo lyfti hann hend­inni, vinkaði okk­ur og sagði bless, á ís­lensku.“ Sigrún og vin­kona henn­ar urðu svo hissa að þær gengu að úti­dyra­h­urðinni en skoðuðu aðeins meira. „Kaupmaður­inn kom og tók af okk­ur það sem við vor­um að skoða, horfði beint í aug­un á okk­ur, vinkaði og sagði bless. Hann var mjög ákveðinn í því að henda okk­ur út úr búðinni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert