Rekin úr búð í Danmörku

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Sigrún Thorlacius var í Kaupmannahöfn um síðustu helgi og segir hún Dani almennt séð hafa haft samúð með Íslendingum og ástandinu hér á landi. „Nema þessi eini kaupmaður sem ég hitti,“ segir Sigrún en hún og vinkona hennar höfðu viðkomu í lítilli töskubúð á Strikinu. Kaupmaðurinn sýndi þeim töskur og var, að sögn Sigrúnar, frekar ákveðinn í að selja þeim eitthvað en það breyttist þegar þær fóru að tala íslensku sín á milli.

„Þá spurði hann hvort við kæmum frá Íslandi. Þegar við játuðum því tók hann af okkur töskurnar, sagði að þetta væri ekkert spennandi og ekkert fyrir okkur og bannaði okkur að kíkja ofan í þær. Svo lyfti hann hendinni, vinkaði okkur og sagði bless, á íslensku.“ Sigrún og vinkona hennar urðu svo hissa að þær gengu að útidyrahurðinni en skoðuðu aðeins meira. „Kaupmaðurinn kom og tók af okkur það sem við vorum að skoða, horfði beint í augun á okkur, vinkaði og sagði bless. Hann var mjög ákveðinn í því að henda okkur út úr búðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert