Ríkisstjórnin ætlar ekki að falla frá matvælafrumvarpinu í ljósi ástands efnahagsmála. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harða hríð að landbúnaðarráðherra í fyrirspurnartíma í dag og töldu frumvarpið ógna matvælaöryggi.
Landbúnaðarráðherra sagði löggjöfina ekki tilræði við bændur eða hagsmuni þeirra. Atli Gíslason vildi vita hvernig ætti að aðstoða bændur en þrjátíu prósent bænda væru tæknilega gjaldþrota, það gerði meðal annars hækkani fóðurverðm hærri vextir og flutningsgjald. Ráðherrann sagði að viðræður stæðu yfir við Bændasamtökin, afurðaverð á mjólk hefði verið hækkað auk þess sem komið hefði verið til móts við Bændasamtökin um breytingar á frumvarpinu.