Vara við Suðurlandsvegi

Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa hef­ur gefið út varnaðar­skýrslu um Suður­lands­veg. Til­efni skýrsl­unn­ar er sá fjöldi al­var­lega um­ferðarslysa sem þar hef­ur orðið und­an­far­in ár, þ.m.t. fjög­ur bana­slys árið 2007 og þegar og þegar hafa orðið tvö bana­slys árið 2008.

 Al­geng­asta teg­und bana­slysa í um­ferðinni á Íslandi und­an­far­in ár er útafa­kst­ur en á Suður­lands­vegi hafa 11 af síðustu 12 bana­slys­um verið árekst­ur tveggja eða fleiri bíla sem koma úr gagn­stæðum átt­um.

Aðal­or­sak­ir bana­slysa á Suður­lands­vegi eru tals­vert frá­brugðnar al­geng­ustu or­sök­um bana­slysa á landsvísu. Dæmi­gert bana­slys í um­ferðinni á Íslandi er  útafa­kst­ur þar sem ökumaður er ölvaður, jafn­vel um ofsa­akst­ur að ræða og bíl­belti ekki notuð. 

Dæmi­gert bana­slys á Suður­lands­vegi milli Reykja­vík­ur og Sel­foss  und­an­far­in ár er ökumaður sem miss­ir bif­reið sína yfir á rang­an veg­ar­helm­ing vegna veik­inda eða þreytu og ekur fram­an á aðra bif­reið sem ekið er úr gagn­stæðri átt. Sá sem ekur úr gagn­stæðri átt hef­ur lít­inn tíma til að bregðast við, jafn­vel þótt hann fylgi sett­um regl­um um hraða á veg­in­um sem annað, að því er seg­ir í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa.

Aðgrein­ing akst­urs­stefna nauðsyn­leg

Til­hugs­un­in ein um að eiga hættu að lenda í þess­um aðstæðum er ógn­væn­leg og raun­veru­leg, sér­stak­lega á þess­um hluta þjóðveg­ar­ins. Að mati nefnd­ar­inn­ar er aðgrein­ing akst­urs­stefna nauðsyn­leg aðgerð til að sporna við þeim fjölda harðra frama­ná­keyrslna.

Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa bein­ir því til stjórn­valda að leita allra mögu­legra leiða til að auka ör­yggi veg­far­enda um Suður­lands­veg.

„Mik­il­vægt er að brugðist sé við hratt og mark­visst því fjöldi slysa og al­var­leiki þeirra er slík­ur að ekki verður við unað. Und­an­far­in ár hef­ur nefnd­in farið á vett­vang al­var­legra um­ferðarslysa á milli Hvera­gerðis og Sel­foss.

Að mati nefnd­ar­inn­ar er aðgrein­ing akst­urs­stefna áhrifa­rík­asta leiðin til að auka um­ferðarör­yggi á þess­um hættu­lega veg­kafla. Haf­in er hönn­un tvö­föld­un­ar veg­ar­ins á þess­um stað en Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af ör­yggi veg­far­enda á þess­um kafla vegna eðlis og fjölda slysa sem nefnd­in hef­ur rann­sakað þar.

Síðastliðin fimm ár hef­ur nefnd­in farið fimm sinn­um á vett­vang al­var­legs um­ferðarslyss á þess­um 12 km kafla, þar af hafa fjög­ur slys orðið und­an­far­in tvö ár. Tel­ur nefnd­in nauðsyn­legt að bregðast við sem skjót­ast með bráðabirgðalausn­um til að auka ör­yggi á veg­in­um og kom­ast hjá frek­ara mann­tjóni þar til búið sé að opna veg sem aðskil­ur akst­urs­stefn­ur. Í því sam­hengi legg­ur nefnd­in til að há­marks­hraði verði lækkaður á kafl­an­um í 70 km/​klst. sam­hliða öfl­ugri lög­gæslu og unnið verði að því að bæta teng­ing­ar inn á veg­inn með betri merk­ing­um og auknu rými," að því er seg­ir í skýrsl­unni.

Skýrsl­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka