Átta fyrirtæki víðsvegar að af landinu taka þátt í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur, ÚH, sem Útflutningsráð Íslands gengst nú fyrir í 19. sinn.
Á undanförnum 18 árum hafa forsvarsmenn 169 útflutningsfyrirtækja úr öllum greinum atvinnulífsins og öllum landshornum lokið þátttöku í ÚH-verkefninu. Nemur árleg veltuaukning fyrirtækja að jafnaði 20% og útflutningsaukning 25%, einu til fjóru ári eftir þátttöku í verkefninu.
Fyrirtæki af landsbyggðinni sem taka þátt í ÚH-19 eru Villimey á Tálknafirði, Eiríksstaðir og Leifssafn í Dalabyggð, Fánasmiðjan á Þórshöfn og Vesturlandsstofa í Borgarnesi. Þátttakendur úr Reykjavík eru Gyða Collection, Nammi.is, Above og Hvalaskoðun Reykjavíkur, samkvæmt tilkynningu.