Vildu að húsið yrði sett sem veð fyrir bílnum

Viðskiptavinur bílalánafyrirtækisins Avant hafði samband við Morgunblaðið og sagði að þegar hann hefði óskað eftir að létt yrði á greiðslubyrðinni með einhverjum hætti, t.d. með því að lengja lánstímann, hefði starfsmaður Avant krafist þess að hann setti húsið að veði fyrir bílaláninu. Það hafði hann ekki fallist á. Hann stæði enn í skilum á greiðslum sem nú eru um 100 þúsund á mánuði.

Helga Hermannsdóttir, deildarstjóri einstaklingsþjónustu Avant, segir að þegar viðskiptavinir séu komnir í vanskil hafi verið óskað eftir tryggingabréfi, t.d. í húsi viðkomandi, sem jafngildi veði. Hvert tilfelli sé metið fyrir sig. Þetta breyti þó litlu í raun og veru því fari svo að lánið falli á lántakandann geti lánardrottinn hvort sem er gengið að öðrum eignum en bílnum, þ.m.t. að húsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka