6.000 segja nei við ofbeldi gegn konum

Tæplega 6.000 manns höfðu um miðjan dag í dag skráð sig á undirskriftarlista á vefsíðu Unifem á Íslandi, en markmiðið með honum er að segja nei við ofbeldi gegn konum.

Um er að ræða alþjóðlegt átak gegn á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafi nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Á Íslandi þurfi að sýna samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.

Hvetja eigi ríkisstjórnir heims til að beita sér fyrir því að binda endi á ofbeldi gegn konum. „Það hefur sýnt sig að pólitískur vilji til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga og eftirfylgni ásamt réttlátara dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna. “



 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert