Ásmundur Stefánsson til starfa fyrir forsætisráðherra

Ásmundur Stefánsson
Ásmundur Stefánsson mbl.is/Árni Sæberg

Forsætisráðherra hefur falið Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara að hafa yfirumsjón með starfshópum sem nú starfa vegna stöðu efnahagsmála í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Þar segir að á síðustu vikum hafi áfallið á fjármálamarkaði kallað á fjölþætt viðbrögð jafnt á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem hinna ýmsu stofnana samfélagsins.

„Til að treysta yfirsýn og tryggja betur tengsl forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar og bæta samhæfingu þeirra mörgu sem að starfinu koma, hefur forsætisráðherra falið Ásmundi Stefánssyni, ríkissáttasemjara, að hafa yfirumsjón með þeim margvíslegu starfshópum sem nú starfa og vera tengiliður á milli þeirra innbyrðis og gagnvart forsætisráðherra og ríkisstjórn.“

Ásmundur mun brátt láta af störfum sem ríkissáttasemjari og hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert