Bretar sjá um varnirnar

Aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins samþykktu síðasta sum­ar áætl­un um loft­rým­is­gæslu yfir Íslandi eft­ir að Banda­ríkja­her lokaði her­stöðinni á Miðnes­heiði. Gert er ráð fyr­ir að aðild­ar­rík­in skipt­ist á um að senda herþotur hingað til lands sem sinni gæsl­unni fjór­um sinn­um á ári. Bret­ar munu sinna þess­ari gæslu í des­em­ber næst­kom­andi.

At­b­urðir síðustu vikna, þá sér­stak­lega sú aðgerð Breta að beita hryðju­verka­lög­gjöf á ís­lensk­an banka, hafa vakið spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að Bret­ar ann­ist loft­rým­is­gæslu fyr­ir landið þar sem hryðju­verka­lög­gjöf­inni sé oft­ast beitt gegn óvin­veitt­um þjóðum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu hef­ur málið ekki borið á góma þar og það var ekki held­ur tekið upp á fundi Norður-Atlants­hafs­ráðsins á miðviku­dag. Því stend­ur enn til að Bret­ar ann­ist gæsl­una.

Loft­rým­is­gæsla NATO er hluti af vörn­um loft­rým­is banda­lags­ins alls. Hún er því ekki viðbragð við neinni ákveðinni ógn held­ur hluti af ör­yggi banda­lagsþjóðanna allra. Bjarni Bene­dikts­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að málið hefði ekki komið inn á borð nefnd­ar­inn­ar. Hann átti ekki von á öðru en staðið yrði við sam­komu­lagið enda lægi NATÓ-skuld­bind­ing á bak við það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka