Bretar sjá um varnirnar

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu síðasta sumar áætlun um loftrýmisgæslu yfir Íslandi eftir að Bandaríkjaher lokaði herstöðinni á Miðnesheiði. Gert er ráð fyrir að aðildarríkin skiptist á um að senda herþotur hingað til lands sem sinni gæslunni fjórum sinnum á ári. Bretar munu sinna þessari gæslu í desember næstkomandi.

Atburðir síðustu vikna, þá sérstaklega sú aðgerð Breta að beita hryðjuverkalöggjöf á íslenskan banka, hafa vakið spurningar um hvort eðlilegt sé að Bretar annist loftrýmisgæslu fyrir landið þar sem hryðjuverkalöggjöfinni sé oftast beitt gegn óvinveittum þjóðum.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur málið ekki borið á góma þar og það var ekki heldur tekið upp á fundi Norður-Atlantshafsráðsins á miðvikudag. Því stendur enn til að Bretar annist gæsluna.

Loftrýmisgæsla NATO er hluti af vörnum loftrýmis bandalagsins alls. Hún er því ekki viðbragð við neinni ákveðinni ógn heldur hluti af öryggi bandalagsþjóðanna allra. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði ekki komið inn á borð nefndarinnar. Hann átti ekki von á öðru en staðið yrði við samkomulagið enda lægi NATÓ-skuldbinding á bak við það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka