Efni gæti hafa farið á markað

Lögreglan á blaðamannafundi í dag.
Lögreglan á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Júlíus

Sér­fræðing­ar frá lög­regl­unni og Europol hafa verið við vinnu í dag við að taka niður verk­smiðjuna og tæki þar. Vinn­an hef­ur gengið vel fyr­ir sig og sprengi­hætta ekki leng­ur tal­in fyr­ir hendi. Ekki er hægt að úti­loka að efni sem fram­leidd hafi verið í am­feta­míns­verk­smiðjunni hafi verið komið á markaðinn.

Frá þessu var greint á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir stundu.

Marg­ar hús­leit­ir voru fram­kvæmd­ar í gær og við þar kom í ljós um­merki um tals­verða kanna­bis­rækt­un í iðnaðar­hús­næði í Hafnar­f­irði, en þar voru eng­ar plönt­ur leng­ur þegar lög­regl­an var þar í gær.

Friðrik Smári Björg­vins­son yf­ir­lög­regluþjónn legg­ur áherslu á að það sé ekki magnið af efn­um sem fannst á vett­vangi sem skipt­ir máli held­ur fram­leiðslu­geta þeirra sem að þessu stóðu.

Fjórði maður­inn var hand­tek­inn í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar þegar hann var að koma til lands­ins með flugi.  

Sér­fræðing­ur á veg­um Europol, Andre van Rijn, sem verið hef­ur ráðgef­andi við þessa rann­sókn og unnið við að taka niður tæk­in í Hafnafirði, seg­ir verk­smiðjuna bera þess merki að þar hafi kunn­ug­ir menn verið að verki sem hafi mikla þekk­ingu á fram­leiðslu am­feta­míns. Búnaður­inn hafi verið óvenjuflók­inn og vandaður og fram­leiðslu­get­an mik­il. Því tel­ur hann víst að fram­leiðslan hafi ekki verið ætluð ein­göngu fyr­ir ís­lensk­an markað, sem sé ein­fald­lega of lít­ill fyr­ir slíkt magn, held­ur hafi efnið verið ætlað til út­flutn­ings.

Rijn sagði verk­smiðjuna með þeim flókn­ari og tækni­legri sem hann hefði séð á löng­um ferli. Aðspurður um stærðargráðu fram­leiðslunn­ar sagðist hann myndu flokka hana á bil­inu 8-9 á skal­an­um 1-10.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert