Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að fá 10 ára stúlku til að afklæða sig fyrir framan vefmyndavél. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur.
Þetta gerðist í febrúar á síðasta ári. Maðurinn var í samskiptum við stúlkuna gegnum spjallrás en stúlkan var heima hjá sér.
Fram kemur í dómnum, að maðurinn játaði brot sitt. Hann hafi leitað sér aðstoðar til að vinna bug á þunglyndi og öðrum geðrænum vandamálum. Er tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar og einnig að hann er ungur að árum og hefur ekki gerst sekur um refsivert athæfi áður.
Einnig kemur fram að af skýrslu stúlkunnar og skýrslu móður stúlkunnar megi greina, að hafi haft slæm áhrif á andlega líðan hennar. Þá sé ljóst, að atburður af þessu sé almennt
til þess fallinn að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Í ljósi
þessa þótti stúlkan eiga rétt á bótum.