Fram kemur á vef Europol að fíkniefnaverskmiðjan sem fannst í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirð hafi verið til þess gerð að framleiða hundruð kílóa af amfetamíni sem hægt hefði verið að selja fyrir milljónir evra.
Samkvæmt upplýsingum rannsóknardeildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur staða málsins ekki verið tekin saman í morgun og því fást engar upplýsingar um gang rannsóknarinnar að sinni.
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu. Þrír þeirra voru handteknir í gærmorgun á sá fjórði síðdegis í gær, við komuna til landsins. Allir mennirnir eru Íslendingar. Ein þeirra var látinn laus úr haldi en tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október. þeir voru báðir á reynslulausn eftir að hafa setið í fangelsi fyrir alvarlega glæpi.
Ekki liggur fyrir hver staða fjórða mannsins er.