Ísland náði ekki kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna af hálfu Vestur-Evrópu heldur voru Austurríki og Tyrkland kosin. Alls greiddu 192 þjóðir atkvæði á allsherjarþingi SÞ og þurfti 128 atkvæði til að ná kjöri í fyrstu umferð. Tyrkland fékk 151 atkvæði, Austurríki 133 og Ísland 87. Því þurfti ekki aðra umferð.
Þá voru Úganda, Japan og Mexíkó kjörin í ráðið af hálfu Afríku, Suður-Ameríku og Kyrrahafsríkja.