Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt starfsmann íþróttamiðstöðvar fyrir brot á barnaverndarlögum fyrir að færa dreng nauðugan úr fötum og láta setja hann í sturtu í búningsklefa. Drengurinn hafði áður neitað að fara eftir húsreglum íþróttahússins um að fara í bað eftir íþróttaiðkun. Refsingu starfsmannsins var frestað.
Í ákæru var starfsmanninum gefið að sök að hafa gerst sekur um yfirgang og ruddalega framgöngu gagnvart drengnum. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa sett drenginn nauðugan í kalda sturtu en orðið „kalt" var síðar fellt úr texta ákærunnar.
Fram kemur í dómnum, að starfsmaðurinn játaði sök fyrir dómi eftir að ákærunni var breytt. Í niðurstöðu dómsins segir, að maðurinn hafi farið með visst agavald
yfir drengnum sem starfsmaður í íþróttamiðstöðinni en leggja verði til
grundvallar eins og málið liggi fyrir að hann hafi beitt því valdi harkalegar
í þessu tilviki en efni stóðu til.