Norðmenn afar vinsamlegir

00:00
00:00

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra seg­ir Norðmenn afar vin­sam­lega í garð Íslend­inga. Það sé mik­ils metið.  Það verði hins­veg­ar að skoða þetta í heild­ar­sam­hengi. Ekki megi gleyma því að Íslend­ing­ar hafi aðgang að láns­fé frá Nor­egi sem hafi ekki verið nýtt til fulls. Þá sé fjar­læg­ur mögu­leiki að leita eft­ir myntsam­starfi við Norðmenn og hafi ekki verið rætt sér­stak­lega. Bú­ist er við tíðind­um af viðræðum við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn í dag.

Jens Stolten­berg for­sæt­is­ráðherra Nor­egs sagði í gær að aðstoð frá Nor­egi væri þó háð því að Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn kæmi að mál­um. Björg­vin G. Sig­urðsson seg­ir að vel komi til greina að ræða við Norðmenn og þegar ákvörðun hafi verið tek­in um Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn opn­ist marg­ar dyr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert