Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Norðmenn afar vinsamlega í garð Íslendinga. Það sé mikils metið. Það verði hinsvegar að skoða þetta í heildarsamhengi. Ekki megi gleyma því að Íslendingar hafi aðgang að lánsfé frá Noregi sem hafi ekki verið nýtt til fulls. Þá sé fjarlægur möguleiki að leita eftir myntsamstarfi við Norðmenn og hafi ekki verið rætt sérstaklega. Búist er við tíðindum af viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í dag.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði í gær að aðstoð frá Noregi væri þó háð því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kæmi að málum. Björgvin G. Sigurðsson segir að vel komi til greina að ræða við Norðmenn og þegar ákvörðun hafi verið tekin um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn opnist margar dyr.