Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu

Öryggisráð SÞ á fundi.
Öryggisráð SÞ á fundi. Reuters

Breska blaðið The Times seg­ir, að Ísland hafi orðið fyr­ir enn einni auðmýk­ing­unni á alþjóðavett­vangi í dag, þegar „hið nærri gjaldþrota land," eins og blaðið seg­ir, tapaði fyr­ir Tyrklandi og Aust­ur­ríki í at­kvæðagreiðslu um tvö sæti í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna.

Blaðið seg­ir, að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, hafi að hluta kennt aðgerðum Breta gegn ís­lensk­um bönk­um um niður­stöðuna. „Aðgerðir Breta hjálpuðu ekki til... þegar þeir beittu einskon­ar hryðju­verka­lög­um gegn smáþjóð," hef­ur blaðið eft­ir henni.

The Times seg­ir, að Bret­ar hafi látið sér fátt um aðfinnsl­ur Íslend­inga finn­ast. „Þetta mál er í vinnslu milli höfuðborga land­anna. Við telj­um að það ríki nú full­ur skiln­ing­ur á nauðsyn þess, að vernda alla spari­fjár­eig­end­ur sem eiga inni­stæður í ís­lensk­um bönk­um," seg­ir Sir John Sawers, sendi­herra Bret­lands hjá Sam­einuðu þjóðunum, við blaðið.

„Þótt Ísland horf­ist í augu við fjár­mála­legt hrun hélt það fast við fram­boð sitt til ör­ygg­is­ráðs SÞ. At­kvæðagreiðslan fór fram á sama tíma og landið átti í viðræðum við Rússa um margra millj­óna dala hugs­an­legt lán sem myndi setja landið und­ir hæl öfl­ugs rík­is sem á fasta­full­trúa í ör­ygg­is­ráðinu," seg­ir The Times.

Fimm lönd eiga fasta­full­trúa í ör­ygg­is­ráðinu: Rúss­land, Banda­rík­in, Frakk­land, Kína og Bret­land.  

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert