Eigendur Norðuráls hafa ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins aukalega sem samsvarar einum mánaðarlaunum. Í bréfi sem starfsmönnum barst kemur fram að árið 2008 hafi verið gott fyrir fyrirtækið og góður endir á frábærum áratug.
Á vef Verkalýðsfélag Akraness tekur sem dæmi, að starfsmaður sem hafi starfað í 7 ár hjá fyrirtækinu, fái 308.994 krónur í bónust. Þeir sem eru í hlutastarfi fá greitt í samræmi við það. Einnig ákváðu eigendur fyrirtækisins að greiða fólki sem starfaði við sumarafleysingar í sumar eingreiðslu sem nemur 50.000 krónur.