Kosning til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2010 fer fram í dag. Þá kemur í ljós hvort Ísland mun taka sæti í öryggisráðinu en önnur framboðsríki eru Austurríki og Tyrkland. Búast má við niðurstöðum kosninganna á milli 16 og 17 í dag.
Hvert framboðsríki þarf að fá stuðning að lágmarki 2/3 hluta þeirra sem greiða atkvæði til að ná kjöri. Ísland þarfnast því stuðnings 128 aðildarríkja að lágmarki til að ná inn í ráðið. Kosningin er leynileg.
Ákvörðun var tekin um framboð Íslands fyrir tíu árum síðan og er kostnaður við framboðið frá árinu 2001 orðinn 249 milljónir króna samkvæmt heimasíðu framboðsins.
Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá Allsherjarþinginu, þar sem kosningin fer fram hér.