Stóra stundin nálgast

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Reuters

Kosn­ing til ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir tíma­bilið 2009-2010 fer fram í dag. Þá kem­ur í ljós hvort Ísland mun taka sæti í ör­ygg­is­ráðinu en önn­ur fram­boðsríki eru Aust­ur­ríki og Tyrk­land. Bú­ast má við niður­stöðum kosn­ing­anna á milli 16 og 17 í dag.

Hvert fram­boðsríki þarf að fá stuðning að lág­marki 2/​3 hluta þeirra sem greiða at­kvæði til að ná kjöri. Ísland þarfn­ast því stuðnings 128 aðild­ar­ríkja að lág­marki til að ná inn í ráðið. Kosn­ing­in er leyni­leg.

Ákvörðun var tek­in um fram­boð Íslands fyr­ir tíu árum síðan og er kostnaður við fram­boðið frá ár­inu 2001 orðinn 249 millj­ón­ir króna sam­kvæmt heimasíðu fram­boðsins.

Hægt verður að fylgj­ast með út­send­ingu frá Alls­herj­arþing­inu, þar sem kosn­ing­in fer fram hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert