Tilboði lífeyrissjóða hafnað

Tilboði lífeyrissjóðanna í Kaupþing hefur verið hafnað en ekki liggur fyrir hvort viðræðum verður haldið áfram síðar. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að bankinn fari því í sama feril og hinir bankarnir en stofnað verður félag um hann í eigu ríkisins. Ný bankastjórn mun þá taka afstöðu til þess hvort rætt verður frekar við lífeyrissjóðina. Aðspurður sagðist ráðherrann telja að tilboð lífeyrissjóðanna hafi ekki verið talið fullnægjandi.

Vísbendingar hafa komið fram um að staða í sjóðum Landsbankans sé betri en talið var, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun.  Hann sagði von á tilkynningu frá skilanefndum bankanna eða bönkunum þetta.

Það sé von til þess að hægt sé að bæta einstaklingum, líknarfélögum og sveitarfélögum að talsverðu leyti þann skaða sem leit út fyrir að hefði orðið á peningamarkaðssjóðum en fólk eigi von í því sem eftir standi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka