Undrandi á framkomu Icelandair

Frá flugvellinum í Glasgow
Frá flugvellinum í Glasgow Reuters

Beint flug Icelanda­ir á milli Íslands og Glasgow  hef­ur verið fellt niður frá 5.janú­ar til 25.mars 2009, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í bréfi frá Icelanda­ir til farþega sem áttu bókað far á tíma­bil­inu.

Þor­geir Gunn­ars­son, frá Mý­vatni, er einn þeirra sem fengið hafa slíkt bréf en hann og þrett­án aðrir úr fjöl­skyldu hans höfðu keypt farmiða þessa leið dag­ana 8 og 11. janú­ar. 

Þor­geir, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í morg­un að hóp­ur­inn hafi ætlað að halda upp á af­mæli lát­inn­ar móður hans í borg­inni. Hann hafi fest miðana í sept­em­ber og all­ur hóp­ur­inn hafi verið bú­inn að ganga frá og borga hót­elg­ist­ingu sem fá­ist ekki end­ur­greidd.

Hann seg­ir starfs­mann Icelanda­ir hafa boðið hópn­um að fá miðana end­ur­greidda en að eft­ir standi þá kostnaður vegna sjö hót­el­her­bergja sem hvert um sig kosti 180 pund þess­ar þrjár næt­ur. Eng­inn hluti þess fjár fá­ist end­ur­greidd­ur.   

Þá seg­ir  hann starfs­mann Icelanda­ir hafa sagt mögu­legt að hóp­ur­inn geti fengið flug eft­ir öðrum leiðum en að það liggi ekki enn ljóst fyr­ir. Ljóst sé þó að við það myndi tölu­verður tími tap­ast í svo stuttri ferð. 

Þor­geir seg­ist einnig furða sig á því að ís­lensk fyr­ir­tæki skuli grípa til slíkra aðgerða gegn heim­il­un­um í land­inu í skjóli krepp­unn­ar. „Það er verið að beina því til fólks að velja held­ur ís­lensk flug­fé­lög en er­lend en í ljósi þessa finnst mér það held­ur öf­ug­snú­in til­mæli,” sagði hann.   

Bréfið sem Þor­geir fékk upp­haf­lega fylg­ir í heild sinni hér á eft­ir:

„Sæll.

Varðandi bók­un 2D5MC6

Því miður hef­ur flug til og frá Glasgow 8 og 11. janú­ar verið fellt niður. Ekki verður beint flug til Glasgow frá 5.janú­ar til 25. mars 2009.

Vin­sam­lega hafðu sam­band við okk­ur sem allra fyrst í s. 5050100 eða með svar­pósti.

Við biðjumst vel­v­irðing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þessi breyt­ing veld­ur.
Kveðja, Net­klúbb­ur Icelanda­ir"  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka